The Balancing Work logo - click for Home Page

EMF Balancing Technique, LatticeLogic, The Symbol, UCL Tai Ji, Yoga for The Lattice, Reflections, The Waves


UCL Tai Ji mynddiskur

UCL Tai Ji DVD
Vinsamlegast athugið:
Til að horfa á myndbandið er nauðsynlegt að setja upp „Adobe Flash Player”
Ókeypis niðurhal Adobe Flash Player

Uppbygging og frásögn
Andieas D. Hofmann

Hvatning
Peggy Phoenix Dubro

Frásögn á ensku / Frásögn á þýsku

Subtitles: English, Deutsch, Eesti keel, Ελληνικά, Español, Français, עִבְרִית, íslenska, Italiano, Latviešu valoda, Magyar, Nederlands, Português, Русский, Suomeksi, Türkçe

Ef þú elskar Tai Ji (Tai Chi),
eða þú vilt læra Tai Ji ...
Ef þú ert manneskja í andlegri þróun,
eða þú vinnur með orku á einhvern hátt ...
eða þú einfaldlega vilt vita meira,
muntu njóta þess að vinna með, leika með,
skilja og styrkja UCL þitt, sem er mikilvægt kerfi innan orkulíffærakerfis mannsins.

Með UCL Tai Ji styrkir þú persónulegt orkusvið þitt og tengingu við alheimsorkuna eða alheimsgrindina. Þegar þú kemur jafnvægi á, samræmir og stillir orku þína, getur þú einnig sett ásetning þinn og óskir meðvitað inn á alheimssviðið.

UCL Tai Ji kemur með nýja vídd í iðkun Tai Ji:
Allar Tai Ji and Qi Gong hreyfingarnar hafa djúpa og almenna skiljanlega merkingu. Hreyfingarnar eru framkvæmdar beint inni í orkusviði mannsins. Andieas Danata byggði upp UCL Tai Ji ásamt Peggy Phoenix Dubro.

Andieas Danata kappkostar að færa hina fornu hreyfingarlist og taóísku heimspeki Tai Ji inn í nýja orku og vitund okkar tíma sem er í þróun. Hann fæddist í Þýskalandi árið 1954 og hefur kennt Hjarta & Andans Tai Ji og Qi Gong í 27 ár. Hann byrjaði í Tai Ji með ósviknum Yang-stíl en færði sig síðan inn í Lifandi Tao-Tai Ji. Hann hefur einnig tekið þátt í mörgum Tai Ji dansverkum, þ. á m. farið með hlutverk í sýningunni “Draumferð Sálarinnar.” Hann býður upp á einkatíma og EMF Balancing Technique ® meðferðartíma. Andieas hefur lært félags- og sálfræði. Tvær lokaritgerðir hans fjölluðu um Tai Ji. Hann býr í Sviss og á þrjú uppkomin börn. www.taijihearts.com

Peggy Phoenix Dubro er upphafsaðili EMF Balancing Technique®. Hún stofnaði ásamt eiginmanni sínum Energy Extension, Inc., alþjóðleg samtök sem eru með fulltrúa í meira en 70 löndum. Síðan Peggy uppgötvaði Universal Calibration Lattice® (UCL) árið 1988, hefur hún þróað á skipulegan hátt einstakan skilning á þessu kerfi innan orkulíffærakerfis mannsins en það hefur gert hana að helsta yfirvaldi að því er varðar Lattice.

Kvikmyndað í K.Crocoll myndverinu í Freiburg/Þýskalandi, og utan kvikmyndavers í Interlaken-Beatenberg í Svissnesku Ölpunum.

Kaflar á mynddiski:

Inngangur
1) Peggy Phoenix Dubro

Inngangur
1) Kynning á UCL Tai Ji
2) Velkomin/n
3) UCL – Útskýring
4) Tai Ji - Útskýring

Upphitun
1) Teygja á líkamanum
2) Hryggöndun
3) Liðkun – Að gefa eftir
4) Samband við jörðina
5) Jarðtenging
6) Stöðug öndun
7) Tai Ji – Hringir og áttlaga hreyfingar
8) Opnun hjarta þíns

Undirbúningur orkunnar
1) Undirbúningur orkulíkamans
2) Kynning á stillingu þráðanna
3) Að stilla þræðina

Óendanlegar slaufur með ásetningi
1) Kynning á óendanlegum slaufum - Útskýring
2) Staða handar 1
3) Staða handar 2
4) Óendanlegar slaufur með ásetningi

Kærleiksorkan
1) Kynning á kærleiksorkunni
2) Kærleiksorkan

Spilunartími mynddisks: 60 mínútur

UCL® Tai Ji námskeið: Sjá ítarlega dagskrá