The Balancing Work logo - click for Home Page

EMF Balancing Technique, LatticeLogic, The Symbol, UCL Tai Ji, Yoga for The Lattice, Reflections, The Waves


Meðferðartímar stiga IX-XII

Í stigum IX-XII öðlast þú dýpri skilning á kjarnaorku þinni sem fullkominni tjáningu sjálfs þín, „hinni/um óendanlegu/a þér“. Við skulum skoða leið þeirrar andlegu þróunar sem leiddi til myndunar þessara nýju stiga, og í framhaldinu fylgir stutt lýsing á hverju þeirra.

Þessar hreyfimyndir eru hluti meðferðartíma stiga IX-XII. Vinsamlegast hafðu samband við EMF meðferðaraðila ef þú vilt upplifa heilan EMF meðferðartíma, á staðnum eða í fjarmeðferð. Heilir meðferðartíma taka frá 30 mínútum upp í eina klst.

  Tímalengd Hágæði* Staðalgæði**
Hreyfimynd stigs IX 6:20 mínútur
Hreyfimynd stiga X-XII 3:19 mínútur

*Ráðlagt fyrir háhraðatengingu, t.d. ADSL, breiðband
**Ráðlagt fyrir lághraðatengingu, t.d. símalínu

Hreyfimynd stigs IX (Hágæði)

Vinsamlegast athugið:
Til að horfa á myndbandið er nauðsynlegt að setja upp „Adobe Flash Player”
Ókeypis niðurhal Adobe Flash Player

Undirstaða andlegrar þróunar
Í stigum I-IV lærðir þú um Universal Calibration Lattice (ísl. þýð.: Alheimsstillingargrind). Í stigi I stilltist orka þín til að koma jafnvægi á visku þína og tilfinningar. Í stigi II stilltist orka þín til að samlaga visku fortíðar þinnar sjálfri/um þér. Í stigi III einbeittir þú þér að kjarnaorku þinni og að vera til staðar í tíma núsins. Í stigi IV gafst þú út meðvitaðan ásetning þegar þú samstilltir möguleika þína.

Meistari Iðkunar
Í stigum V-VIII valdir þú meðvitað að iðka hina göfuglyndu eiginleika Meistarans í daglegu lífi þínu. Þetta val skapaði ný orkumynstur sem halda áfram að styðja þig í andlegri þróun þinni.

Frelsi! Í Kærleiksorkunni
Í stigum IX-XII þróar þú áfram getu þína til að nota Þriðju Grindina til að efnisgera orku frelsis innan veru þinnar og lífs. Hreyfiöfl sundrungar og samruna eru notuð í sífellu til að skapa einstaka og kraftmikla orku andlegrar þróunar.

Stig IX
Alheimsmanneskjan
Þú einbeitir þér að því að efnisgera og stýra orku þinni í gegnum Þriðju Grindina. Hvað ertu tilbúin/n til að afreka núna?

Stig X
Alheimsforeldrið
Blandaðu saman orku óendanlegu/a þín og gerstu þitt eigið alheimsforeldri. Þetta er djúpstæð gjöf heildar/heilagleika fyrir allar kynslóðir.

Stig XI
Alheimsfélaginn
Mundu eftir leiðbeiningunni „elskaðu aðra jafnmikið og sjálfa/n þig.“ Orka hreinnar sameiningar sem myndast innan kjarna þíns (hinnar/s óendanlegu/a þín) og stillist í gegnum Grindina þína (einstaklingsbundnu/a þín) skapar vitund nýlega fundins sjálfskærleika.

Stig XII
Þróunarsinninn í birtingu
Nýja manneskjan sem lifir inni í orkulegu umbreytingunni á nýju jörðinni! Með þessari djúpstæðu nýju tjáningu sjálfsins veistu að þú hefur umbreyst, og þú munt hafa ný tæki til að stýra andlegri þróun þinni.

Ummæli

Þvílíkt undursamlegt tækifæri til að þróast andlega á þann hátt sem er viðeigandi fyrir hvern einstakling, þegar hið einstaklingsbundna ég (sameinast) hinni/um óendanlegu/a mér. Þessi stig, níu til tólf, valda breytingu á svona einfaldan, fljótan en djúpstæðan hátt. Stigin fóru langt fram úr björtustu vonum mínum og væntingum! Orkan sem fer í að einbeita sér að því sem við þráum, hugsjóninni, er svo dásamlega samstillt nýju orkunni á plánetunni. Hvernig gætum við ekki þróast í átt að hærri víddum? Ég vil þakka Peggy, Stephen, og fjölskyldu þeirra fyrir að færa okkur EMF Balancing Technique á þennan yfirgripsmikla hátt sem nú er til staðar …“

Svo þetta er ástæðan fyrir því að við unnum svo hörðum höndum að iðkun stiga I-VIII öll þessi ár. Vá! Þetta er það sem friðsöm máttaraukning merkir. Þvílík undraverð tæki fyrir mig sem Þróunarsinnann í birtingu! Ég þakka Peggy og Stephen af öllu hjarta mínu …“

Stig IX-XII eru sannarlega einstök. Þau eru næsta skref eða ætti ég að segja stökk í andlegri þróun okkar til heildar. Þeir sem geta skuldbundið sig til að þiggja þessa meðferðartíma eru að samþykkja allt það sem þeir geta verið ...“

Fyrir mig hefur þetta verið svarið við öllum spurningum mínum um allt sem ég hef lesið, heyrt eða lært um að því er varðar nýju jörðina og nýju manneskjuna sem vinna saman eitt með öðru, og að auka mátt okkar sjálfra. Að vinna þetta starf fyrst með eigið ferli, og síðan þegar ég tek á móti svona miklu ljósi, að læra að gefa áfram þetta ótrúlega tæki. Þakkir til allra meðlima þessarar fjölskyldu fyrir starfið sem hún hefur unnið ...“


Meðferðartímar